Fyrsti leikur Íslandsmótsins fór fram í gær er Þór Ak tók á móti Ármanni í 1. deild kvenna. Þór hafði góðan sigur á Ármanni en bæði lið eru með unga leikmannahópa. Nánar má lesa um leikinn hér.

 

Fjórir leikmenn léku sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Þór Ak í gær. Það voru þær María Bríet Aðalsteinsdóttir, Karen Lind Helgadóttir, Alexandra Ósk Guðjónsdóttir og Belinda Berg Jónsdóttir. 

 

Yngsti leikmaðurinn sem steig sín fyrstu skref á körfuboltavellinum var Karen Lind Helgadóttir en hún er einungis 13 ára gömul eða fædd árið 2003. 

 

Þór Ak mætir Hamri í næstu umferð en sá leikur fer fram 14. október í Hveragerði. Sjö lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna þetta tímabilið en Þór mætir til leiks með mjög breytt lið frá síðasta tímabili. Kraftröðun Karfan.is fyrir 1. deild kvenna má finna hér.