Brittanny Dinkins náði í sína fyrstu þrennu í dag í tapi gegn Haukum. Hún var með 23 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar. Hún bætti einnig við 6 stolnum boltum.

Þetta var jafnframt fjórða þrenna tímabilsins þar sem Helena Sverrisdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Danielle Victoria Rodriguez hafa allar náð þrennum líka.

Engar þrennur hafa látið dagsins ljós  enn sem komið er — í úrvalsdeild karla, né 1.deildum karla og kvenna.

 

Domino's deild kvenna:
18/10/2017 – Helena Sverrisdóttir, Haukar – 11 stig, 16 fráköst og 13 stoðsendingar – Sigur
18/10/2017 – Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur – 19 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar – Sigur
21/10/2017 – Danielle Victoria Rodriguez, Stjarnan – 31 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar – Sigur
28/10/2017 – Brittanny Dinkins, Keflavík – 23 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar – Tap

Þrennukóngar og -drottningar ársins 2018:
Helena Sverrisdóttir, Haukar: 1
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrímur: 1
Danielle Victoria Rodriguez, Stjarnan: 1
Brittanny Dinkins, Keflavík: 1