Nýliðar Hattar í Dominos deild karla hafa ákveðið að skipta um erlendan leikmann eftir einn leik í deildinni. Taylor Stafford mun yfirgefa félagið en í staðinn hafar Egilsstaðabúar samið við Aaron Moss sem lék með liðinu í 1. deild karla á síðasta tímabili. Austurfréttir segja frá þessu í dag. 

 

Aaron Moss var með 23,5 stig, 12,2 frákst og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í 1. deild karla auk þess sem hann var með fimm þrefaldar tvennur eða þrennur á síðasta tímabili. Fyrir vikið hlaut hann viðurnefnið Þrennu-Moss á síðasta tímabili. 

 

Á frétt Austurfréttar segir að Stafford verði áfram með liðinu næstu tvo leiki: „Við gefum öllum leikmönnum tækifæri. Taylor er frábær sóknarmaður og góður drengur. Hann hefur lagt sitt af mörkum til liðsins og því er ekki auðvelt að taka ákvörðun um að skipta núna. Við teljum hins vegar að við þurfum annan mann sem henti betur inn í liðið og klúbbinn.“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson í viðtali við Austurfrétt í dag. 

 

Stafford er annar erlendi leikmaðurinn sem yfirgefur deildina  eftir fyrstu umferð. Roger Woods var látinn fara frá Haukum og Paul Jones kom í hans stað um helgina. 

 

Höttur mætir ÍR í Breiðholtinu næstkomandi fimmtudag og hefst leikurinn kl 19:15.