Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem leikið hefur með KR síðustu ár samdi í sumar við Nebraska Huskers í Bandaríska háskólaboltanum en liðið leikur í Big Ten deildinni þar. 

 

Nokkuð er síðan Þórir hélt utan til Nebraska og virðist vera að finna sig nokkuð vel meðal nýrra liðsfélaga. Twitter síða Nebraska setti inn viðtal við Þóri fyrr í dag og kynnti hann til leiks. 

 

Þar segist hann spenntur fyrir nýju tímabili auk þess sem hann segir stuðninginn við liðið hafa verið eina af helstu ástæðunum fyrir að hann valdi það. 

 

Myndbrotið um Þórir má finna hér að neðan: