Þórsarar voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Jesse Pellot-Rosa var allt í öllu í leik Þorlákshafnarmanna og virtist bara þurfa að henda boltanum uppí loft, hann myndi alltaf finna netið. Kauði var með 22 stig í hálfleik. Þór leiddi í hálfleik 46-40 og en KR voru fljótir að missa hausinn en þrátt fyrir það var munurinn ekki meiri. 

 

Þriðji leikhluti var í meira lagi furðulegur fyrir ýmsar sakir. Þórsarar héldu áfram að leiða leikinn en tókst aldrei að skilja KR eftir og ná sér í góða forystu. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var rekinn úr húsi um miðjan þriðja leikhluta er hann fékk tvær tæknivillur í röð fyrir að mótmæla meiriháttar furðulegum dómi. 

 

Brynjar Þór Björnsson setti tvær þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta til að jafna leikinn fyrir KR. Þór Þ voru skynsamir og setti góð skot í lokaleikhlutanum til þess að tryggja sigurinn. Þar með er liðið meistari meistaranna annað árið í röð. Lokastaðan 83-89 fyrir Þór Þ.

 

Myndir og viðtöl úr leiknum er væntanlegt á síðuna síðar í dag. 

 

Tölfræði leiksins. 

 

Myndasafn (Væntanlegt)