,,Þetta er þriðji leikurinn í vetur sem við erum að leiða, eins og á móti Haukunum þá förum við bara að stara á stiga klukkuna og reynda vernda eitthvað, hættum að keyra á þá missum við þetta bara niður“ sagði Pálmi Geir í leikslok í kvöld. Þannig var það á köflum að þegar Þór virtist ætla stinga af, slökuðu þeir á og fengu gestina jafnharðan í bakið. En undir lok leiksins þegar spennan var hvað mest reyndust Þórsarar með sterkari taugar og lönduðu átta stiga sigri 93-85.

 

En það voru þó nýliðarnir sem byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum 19-28. Gestirnir hittu vel á sama tíma og lítið gekk hjá Þórsurum. 

 

Gestirnir byrjuðu annan leikhlutann betur og voru komnir með ellefu stiga forskot strax eftir einnar mínútu leik 19-30. Þórsarar þéttu þá vörnina og tóku að saxa á forskotið og þegar ein mínúta var eftir að fyrri hálfleik var staðan jöfn 36-36. Staðan í hálfleik 39-39.

 

Þórsarar byrjuðu síðari hálfleik mjög vel og leiddu allan fjórðunginn með mest 9 stiga mun. En eins og Pálmi Geir sagði í leikslok fór það svo að þegar forskotið var komið í 9 stig fóru menn að stara á stigaklukkuna og þá fór einbeitingin og það nýttu gestirnir sér. Höttur kom muninum niður í fimm stig 64-59 og þannig var staðan þegar lokakaflinn hófst. 

 

 

Þórsarar voru fram í miðjan fjórða leikhluta feti á undan gestunum en á 35. mínútu jöfnuðu gestirnir 74-74 og allt ætlaði um koll að keyra í höllinni. Liðlega 300 áhorfendur drifnir áfram af frábærum Mjölnismönnum trommuðu sem aldrei fyrr og hávaðinn mikill, spennuþrungið andrúmsloft. Þórsarar náðu aftur vopnum sínum og leiddu með 4-5 stiga forskoti næstu þrjár mínúturnar en þá komu gestirnir enn og aftur til baka og komust einu stigi yfir 83-84 þegar ein mínúta lifði leiks. Nú fór að fara  um stuðningsmenn Þórs en á sama tíma kættust þeir stuðningsmenn Hattar sem fylgdu liði sínu í kvöld. En loka mínútan var algerlega Þórs frá A – Ö. Taugar Þórs voru sterkari en nýliðanna og á loka mínútunni skoraði Þór 10 stig gegn einu gestanna og sigldu átta stiga sigri í höfn 93-85. 

 

Í liði Þórs var Pálmi Geir Jónsson stigahæstur með 27 stig og setti kappinn niður 4 þrista í 8 tilraunum auk þess sem hann tók 10 fráköst. Ingvi Rafn var með 21 stig og setti m.a. 4 þrista. Marques var með 17 stig og þá tók hann 20 fráköst og var með 9 stoðsendingar. Unglingurinn Júlíus Orri Ágústsson var með 11 stig 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hreiðar Bjarki var með 8 stig Sindri Davíðs 7 og Bjarni Rúnar Lárusson 2. 

 

Hjá Hetti var Sigmar Hákonarson stigahæstur með 20 stig, Ragnar Gerald Albertsson 17 stig og 10 fráköst, Aaron Moss 15 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Mirko Virijevic 12 stig og 11 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 8 stig, Gísla Þórarinn Hallsson 7 og Andrée Fares Michelsson 6.

 

Eftir leiki kvöldsins er Þór í 9. Sæti deildarinnar með 4 stig en Höttur í 12. Sætinu án stiga. 

 

 

Tölfræði leiksins.

 

Myndasafn (Palli Jóh) 

 

Ummæli í leikslok: Hjalti Þór 

Ummæli í leikslok: Pálmi Geir 

 

Umfjöllun og myndir/ Palli Jóh – Thorsport.is