Meralco tryggði sér í dag sigur í undanúrslitaeinvígi Filippseysku úrvalsdeildarinnar en liðið sópaði Star Hotshots úr leik. Sigra þurfti þrjá leiki til þess að komast í næstu umferð. Kristófer Acox leikur með Star Hotshots en hann fór til liðs við þá fyrir rúmum mánuði og lék nokkra leiki. 

 

Hotshots lentu strax undir í leiknum og eltu nánast allan tímann. Góður endasprettur liðsins knúði þó fram framlengingu en þar hafði Meralco betur og unnu að lokum 91-88 sigur.  

 

Kristófer fann ekki fjölina í leik dagsins og endaði með fjögur stig og níu fráköst. Hann hitti ekki nægilega vel og var tekin útaf í fjórða leikhluta. Hann kláraði þó leikinn í framlenginunni og var greinilega stórt púsl í liðinu. 

 

Ævintýri Kristófers er þar með lokið í Filippseyjum á þessu tímabili. Hann hafði samið við KR og sagðist sjálfur vilja spila eitt tímabil á Íslandi áður en hann færi í atvinnumennskuna. Ef allt gengur upp ætti Kristófer því að vera klár með KR fyrir aðra umferð Dominos deildar karla sem fram fer eftir viku. Það er stórleikur fyrir KR sem heimsækir Stjörnuna á föstudagskvöldið 13. október kl 20:00. Hvort Kristófer verði mættur fyrir þann leik mun koma í ljós en ljóst er að hann mun styrkja lið KR gríðarlega í þeim leik.

 

Tölfræði leiksins