Fyrsti undanúrslitaleikur einvígis Star Hotshots og Meralco í Filippseysku úrvalsdeildinni fór fram í morgun. Kristófer Acox sem leikur með Hotshots var að vanda í eldlínunni fyrir sitt lið. 

 

Hotshots voru yfir nánast allan tímann en skelfilegur lokakafli kom Meralco í forystu og hafði liðið að lokum sigur 72-66. Staðan í einvíginu er því 1-0 fyrir Meraclo en sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. 

 

Kristófer Acox var mjög góður í leiknum þrátt fyrir að hitta ekki jafnvel í þessum leik og þeim síðustu en vörn Meralco var mjög sterk. Hann endaði með 7 stig 17 fráköst, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Næsti leikur í einvíginu fer fram á þriðjudaginn.