Tveir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Nokkuð óvænt úrslit á Akureyri þar sem að heimamenn í Þór sigruðu Keflavík. Í seinni leiknum sigraði Stjarnan meistara KR heima í Ásgarði.

 

Þrír leikir voru í 1. deild karla. Þar sigraði Vestri lið Gnúpverja, Fjölnir vann Snæfell og Skallagrímur vann Hamar.

 

Einn leikur var í 1. deild kvenna, þar sem Ármann tapaði nokkuð örugglega fyrir KR.

 

Í bikarkeppni karla fór fram einn leikur, þar sem að Höttur sló út ÍA á Akranesi.

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos karla:

Þór Akureyri 90 – 78 Keflavík
 

Stjarnan 75 – 72 KR

 

1. deild karla:

Vestri 105 – 92 Gnúpverjar
 

Fjölnir 91 – 80 Snæfell 
 

Hamar 88 – 100 Skallagrímur 
 

 

1. deild kvenna:

Ármann 41 – 98 KR 
 

 

Bikarkeppni karla:

ÍA 78 – 85 Höttur