Stjarnan og Snæfell áttust við í Stykkishólmi í dag. Stjarnan hefur verið að spila vel í undanförnum leikjum og Snæfell unnið útileikina en vantað heimaleikjasigur. Engin breyting varð á í dag eftir sterkan sigur Stjörnunnar 55-72.

 

Í hnotskurn:

 

Varnarleikur liðanna var með ágætum í upphafi en sóknarleikurinn frekar daufur. Þegar leikar voru 6-4 fyrir Snæfell tóku stúlkurnar í Stjörnunni sig til og léku á alls oddi, náðu 12-0 kafla, komust í 6-16 og þegar fyrsti leikhluti var úti leiddu gestirnir 10-30 og Snæfell var gjörsamlega úti á túni. Danielle Rodriguez hafði smellt niður 19 stigum fyrir Stjörnuna.

 

Stjarnan voru komnar 30 stigum yfir í öðrum fjórðung 14-44 og höfðu tögl og haldir. Varnaleikurinn var á niðurleið og sóknarleikurinn bara sást ekki. Gestirnir leiddu í hálfleik 19-48 á meðan Snæfell höfðu varla séð það svartara. 22% skotnýting og allt í molum. 

 

Snæfellsstúlkur unnu upp 9 stig í þriðja leikhluta 20-11 og annað lið kom á völlin í upphafi seinni hálfleiks. Einnig unnu þær upp 3 stig í fjórða hluta en allt sem á undan var gengið var of mikið til að vinna til baka og orkan ekki næg til þess. Lokatölur 55-72 fyrir Stjörnunni.

 

Þáttaskil:

 

Skilin í leiknum voru klár og það var 20 stiga munurinn 10-30 sem Stjarnan skapaði cher strax í fyrsta leikhluta og bætti í í öðrum leikhluta en sóknarleikurin liðsins small vel saman á meðan hrun varð hjá heimastúlkum og ekki hægt að tíunda nokkuð til í þeim efnum en að Snæfell hittu ekki nokkurn hlut og varnarleikurinn brotnaði.

 

Hetjan:

 

Hetja leiksins var Danielle Rodriguez var öflug með góða þrennu setti niður 31 stig, tók 14 fráköst, gaf 12 stoðsendingar og bætti við 5 stolnum boltum og var drifskaftið í leik Stjörnunnar. 

 

Tölurnar:

 

Snæfell var að skjóta 4/21 (22%) og ekkert vildi ofan í hjá þeim þegar lang var liðið á fyrri hálfleik og allt tilviljanakennt við sóknarleikinn. Snæfell náðu lítið að laga skotnýtinguna sem var með versta móti hjá þeim og endaði í 31% gegn 53% á tveggja stiga skotum. Stjarnan settu stigin sín í tvistum og nýttu vítin vel 84% 16/19. Alir plús eiginleikar tölfræðinar sem skiptu máli í leiknum féllu með Stjörnunni. Á eftir Danielle komst Sylvía Rún vel frá leiknum með 17 stig og 8 fráköst og næst henni var Ragna Margrét með 12 stig og 9 fráköst. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy með 17 stig og 18 fráköst og Berglind Gunnarsdóttir 11 stig. Sara Diljá var með 10 stig. 

 

Niðurlag:

 

Snæfell með tap í sínum 3ja heimaleik og hafa unnið tvo í fimm leikjum, báða úti. Leiðin getur ekkert nema legið upp á við frá þessum leik. 

Stjarnan, ekki oft átt upp á pallborðið í Hólminum, að sigra sterkt og sýna að þeir fjórir sigrar sem eru komnir í hús eru engin tilviljun og að önnur lið þurfa að mæta tilbúin í leiki gegn þeim.

 

Umfjöllun: Símon Hjaltalín.