Snæfell og Hamar mættust í Stykkishólmi í 1. Deild karla og liðin voru fyrir leikinn í fimmta og sjötta sæti með jafnmörg stig en Snæfell leikið einum leik meira. 

 

 

Gangur leiksins

 

Snæfell spilaði stuttar sóknir og virtust flýta sér um of sem kom í bakið á þeim því Hamarsmenn voru duglegir að refsa til baka, hirtu fráköstin og komust í 5-22. Snæfellingar urðu pirraðir við nokkra dóma þeim í óhag sem var ekki gott fyrir hausinn svona í upphafi leiks. Hamar leiddu 13-31 eftir fyrsta leikhluta og áttu auðvelt með að sprengja upp vörn Snæfells.

 

Snæfellsliðið tók til í sínum herbúðum og komu af krafti inn í annan fjórðung. Þar settu þeir 8-0 kafla með fínni pressu, stolnum boltum og komust úr 16-36 í 24-36. Snæfell náðu að saxa niður 28 stiga forskot gestanna og unnu annan hluta 31-24 og komu leiknum niður í 11 stig, hálfleikstölur 44-55.

 

Viktor Marinó fékk brottrekstur eftir tæknivillu um miðjan þriðja hluta en hann hafði fengið óíþróttamannslega villu í fyrsta hluta. Hamar nýttu augnablikið og komust í 18 stiga forskot 53-71 með tveimur dúndurþristum. Snæfell náðu með harðfylgi að ná því öllu tilbaka og gott betur því þeir gerðu þetta að eins stigs leik 72-73. Staðan fyrir fjórða leikhluta 72-76.

 

Staðan var jöfn 84-84 þegar fimm mínútur voru eftir og náðu Snæfellingar þá að komast yfir í fyrsta skipti í leiknum 86-84. Leikurinn var æsispennandi síðustu mínútur leiksins og mjótt var á munum. Snæfell leiddi 98-92 þegar 57 sek voru eftir. Larry Thomas jafnaði 99-99 með þrist og allt í járnum. Ísak kom Hamri yfir með einum stórþrist úr horninu 101-102. Sveinn Arnar átti þá „play“ leiksins, þrist og fiskar svo sóknarvillu (ruðning) strax á eftir og staðan 104-102. Snæfell héldu vel á spöðunum í lokin og unnu ótrúlega erfiðan heimasigur 105-102.

 

Þáttaskil, hetjan og tölurnar.

 

Þegar Snæfell kom til baka í þriðja leikhluta úr 53-71 í 72-73 og fóru loksins að gera þetta að leik. Hins vegar var svo „play“ leiskins hjá Sveini Arnari í lokin sem gerði út um þetta er hann hetja leiksins fyrir. Kappinn smellti niður 14 stigum í leiknum. Christian Covile endaði með 52 stig og var öflugur. Geir Elías skoraði 15 stig. Hjá Hamri var Julian Nelson sterkur með 38 stig og Larry Thomas honum næstur með 19 stig. Arnór Ingi smellti niður 15 stigum.

 

Tölfræði leiksins

 

 

Umfjöllun: Símon B Hjaltalín

 

Myndir: Haukur Páll Kristinsson