Erlendur leikmaður Stjörnunnar, bakvörðurinn Stefan Bonneau, verður ekki með liðinu sem mætir Þór í Þorlákshöfn í kvöld í fjórðu umferð Dominos deildar karla, en hann þurfti að hætta leik eftir nokkrar mínútur með liðinu í Njarðvík í síðustu umferð vegna bakmeiðsla.

 

Þá er einnig óvíst með þáttöku erlends leikmanns Þórs, Jesse Pellot Rosa, en hann snéri á sér ökklann í leik gegn Tindastól á Sauðárkróki fyrr í mánuðinum. Samkvæmt þjálfara liðsins mun það ekki verða ljóst fyrr en í upphitun hvort leikmaðurinn taki einhvern þátt í leiknum.

 

Má því vera að leikmaður Stjörnunnar, Collin Pryor, verði eini erlendi leikmaðurinn sem taki þátt í viðureign liðanna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn.