Lið Njarðvíkur tapaði fyrir KR í fyrstu umferð Íslandsmótsins í spennandi leik í DHL Höllinni í gær. Njarðvík voru á köflum mikið undir í fyrri hálfleik, en náðu þegar að leið á leikinn að vinna sig aftur inn í hann. Tapið því að öllum líkindum mjög sárt fyrir þá grænu.

 

Fyrir þjálfara liðsins, Daníel Guðna Guðmundsson, má gera ráð fyrir að sárindin hafi heldur betur tekið sig upp aftur í dag, en samkvæmt færslu hans á Twitter bauð hann syni sínum að keyptur yrði Njarðvíkurbúningur handa honum fyrir æfingar. Það sagðist sonurinn ekki vilja og bað heldur um KR búning daginn eftir þetta erfiða tap.

 

Færsluna og umræðuna má sjá hér fyrir neðan: