Haukar eru fyrsta liðið inn í 8-liða úrslit Maltbikarkeppninnar í karlaflokki eftir 69-84 sigur á Njarðvík b í Ljónagryfjunni í kvöld. „Sjomlarnir“ í Njarðvíkurliðinu létu úrvalsdeildarliðið hafa vel fyrir hlutunum en urðu að endingu að játa sig sigraða.

Magnús Þór Gunnarsson var með 23 stig fyrir Njarðvík b í kvöld og Páll Kristinsson landaði tvennu með 20 stig og 10 fráköst. Kári Jónsson var atkvæðamestur hjá Haukum með 18 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar og þá var Emil Barja með 17 stig og 6 fráköst.

Njarðvík b leiddi í hálfleik en Haukar komu inn í þann síðari og unnu þriðja leikhluta 16-23 og þann fjórða 15-24 og eru komnir áfram. Lokatölur 69-84 eins og áður greinir og ljóst að lengi lifir í gömlum glæðum enda urmul landsleikja og stórtitla að finna í liði Njarðvíkur b.

Tölfræði leiksins