KR-ingurinn Sigvaldi Eggertsson mun leika á venslasamning með Fjölni í 1. deildinni á komandi tímabili. Sigvaldi er 190cm, 17 ára framherji og einn allra efnilegasti leikmaður landsins, sem leikið hefur bæði með undir 16 ára landsliði Íslands, sem og nú síðasta sumar undir 18 ára liðinu á Norðurlanda og Evrópumóti. Þar var hann næst framlagshæsti leikmaður liðsins með 12 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingr að meðaltali í leik.

 

Fjölnir hefur leik þann 6. næstkomandi þegar að þeir taka á móti ÍA í fyrsta leik tímabilsins.