Höttur mætti Stjörnunni í Brauð og co. Höllinni á Egilsstöðum í fyrstu umferð Domino‘s deild karla í kvöld. Höttur er ný kominn upp í deildina á ný og er með lið svipað og á síðasta tímabili. Þeir mættu virkilega sterku liði Stjörnunnar sem hefur breyst nokkuð frá síðasta tímabili. 

 

Leikurinn var skemmtilegur með mikilli baráttu. Frá fyrsta leikhluta gekk Hetti illa að setja boltann ofan í körfuna og litu virkilega illa út í fyrri hálfleik.  Heimamenn náðu að rífa sig hægt og rólega upp sem sannaði sig svo þegar þeir unnu fjórða leikhluta. Það dugði hins vegar ekki til og vann Stjarnan 66-92 sigur að lokum.

 

Þáttaskil: 

 

Eftir 3 mínútur í fyrsta leikhluta fór skipulag og agi í varnarleik Hattar út um gluggann og áttu þeir í erfiðleikum með Hlyn Bæringssson, Collin Pryor og Tómas Þórð sem voru mjög stöðugir yfir leikinn. Stjarnan náði virkilega að skilja sig frá Hetti eftir fyrsta leikhluta með 16 stiga forskoti en þann mun náði Höttur aldrei að minnka og réð það úrslitum leiksins  

 

Tölfræðin lýgur ekki: 

 

Höttur nýtti ekki færin í dag þar sem þeir voru með 21% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna og gáfu ansi mörg víti em nýting Stjörnunnar í vítaköstum í þessum leik var 92%.

 

Hetjan: 

 

Hetja leiksins er að þessu sinni Hlynur Bæringssson úr liði Stjörnunnar. Þar sem maðurinn var með 90% skotnýtingu með 26 stig, 2 stoðsendingar, 12 fráköst og eitt blokk. Hlynur stóð sig gríðalega vel bæði varnarlega og sóknarlega og stýrði sínu liði til sigurs.

 

Kjarninn: 

 

Eftir fyrsta leik beggja liðanna í Domino‘s deild karla er Stjarnan í öðru sæti með 2 stig. Stjarnan varðist virkilega vel og gáfu þeir Hetti litla möguleika á skotum utan þriggja stiga línuna eins og kom fram þar sem nýting Hattar var 21%. Höttur kom ekki tilbúið inn í þennan leik og einbeittu sér aðeins of mikið af sóknarleiknum og í leiðinni gleymdu þeir varnarleiknum.  

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun / Hemmert Baldursson og Hjalti Valgeirsson