Fjölnir hafði sigur á Þór Akureyri í hörkleik sem fram fór í Dalhúsum í dag. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn af krafti, nýttu skot sín inni í teig vel og leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta. Þær héldu áfram að auka forystuna og náðu mest 16 stiga forskoti um miðjan annan leikhluta.

Fjölnisstúlkur mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og komust yfir rétt undir lok þriðja fjórðungs. Allt var í járnum í lokafjórðungnum því þrátt fyrir að Fjölnir hafi leitt megnið af honum þá hleyptu Þórsarar þeim aldrei langt frá sér. Fjölnir kláraði síðan leikinn af vítalínunni á lokamínútunni og sigruðu þær leikinn með 6 stigum, 76-60.

Atkvæðamestar í liði Fjölnis voru Berglind Karen Ingvarsdóttir með 30 stig og McCalle Feller með 26 stig og 9 fráköst.

Hjá Þór var Helga Rut Hallgrímsdóttir atkvæðamest með 19 stig og 12 fráköst og Gréta Rún Árnadótir skoraði 14 stig.

Þór og Fjölnir sitja nú í 3. og 4. sæti 1. deildar kvenna með tvo sigra hvort eftir þrjár umferðir. Næstu leikir Þórs eru á útivelli á móti Grindavík 28. og 29. október en Fjölnir sækir KR heim næstkomandi laugrdag. 

Tölfræði leiks

Myndir úr leik

Fjölnir: Berglind Karen Ingvarsdóttir 30, McCalle Feller 26/9 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 8/6 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7, Birta Margrét Zimsen 3, Fanndís María Sverrisdóttir 2/5 fráköst, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Margrét Eiríksdóttir 0/5 fráköst, Snæfríður Birta Einarsdóttir 0, Elísa Birgisdóttir 0, Gabríella Rán Hlynsdóttir 0.

Þór Akureyri: Helga Rut Hallgrímsdóttir 19/12 fráköst, Gréta Rún Árnadóttir 14, Heiða Hlín Björnsdóttir 10/7 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 9/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 9, Árdís Eva Skaftadóttir 5, Erna Rún Magnúsdóttir 4/7 fráköst, Særós Gunnlaugsdóttir 0, Kristín Halla Eiríksdóttir 0, Belinda Berg Jónsdóttir 0, Alexandra Ósk Guðjónsdóttir 0, Karen Lind Helgadóttir 0.