Bæði lið með sigur úr fyrstu umferð í pokanum. Skallagrímur gerði góða ferð á Selfoss og sigraði FSU og Fjölnir unnu ÍA í Grafarvoginum. Halldór Geir Jónsson og Friðrik Árnason dæma leikinn. Eðal piltar þar á ferðinni.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Zac Carter-Darrell Flake- Eyjólfur-Bjarni-Atli Aðalsteinss.

Byrjunarlið Fjönir: T.J Freeland-Daníel Freyr-Sigvaldi-Alexander-Jón Rúnar.

 

Eyjó með fyrstu stiginn í leiknum. Skallar byrja að pressa. Fjölni r hitta illa og eru ekki nægilega skipulagðir. Ekki komið stig frá Fjölnir eftir 3 mín en hinsvegar 4 stig frá Sköllum. Falur ekki sáttur við framistöðuna og tekur leikhlé.

Skallar er að skora að vild en Fjölnir eru ekki að ná að standast pressu Skallana. Sóknir Fjölnis eru tilviljunarkenndar. 

Staðan orðin 12-3 og nú loks kom Freeland með stig á töfluna fyrir Fjölni. 12-5.

Finnur þjálfari Skalla búin að nota 11 leikmenn á 7 og halfri mínutu.

Sigvaldi Eggerts kom með góða körfu og breytir stöðunni í 16-9.

En Kristó Gísla klára fyrsta leikhuta með frákasta buzzer og staðan 20-14. Carter með 8 stig fyrir Skalla og Freeland með 5 stig fyrir Fjölni.

 

2.leikluti

Kristó opnar svo annan leikhluta og Eyjó vill vera með. Skorar og fær villu að auki. Staðan orðin 25-14.

4 mín kafli kom svo þar sem leikmenn voru að henda boltanum frá Cher og engin hittni var. Fjölnir tók leikhle þegar leikhutin var hálfnaður og staðan 29-16.

Freeland ekki að heilla undirritaðan. Hinn 38 ára Flake er að kenna/skólan til í barnakróki og Skallar eru að kafsigla Fjölni 42-19, þa kemur Sigvaldi með körfu og breytir stöðunni í 42-22. Máni klára annan leikhluta með þriggja stiga buzzer og staðan 45-22.

Carter er komin með 14 stig, Eyjó 11 stig-6 fráköst og 3 stoð. Flake með 7 stig- 6 fráköst og 4 stoð fyrir Skallana. Liðið komið með 14 stoð í hálfleik

Freeland er með 10 stig og 3 fráköst. Sigvaldi með 5 stig. Fjölnir að skjóta 1/9 frá þriggja stiga línu og 8/23 frá tveggja. 

 

3.leikhluti

Bæði lið skiptast á körfum. Auðveldum körfum. Vörnin er ekki að gera  gott mót í byrjun. Eftir 5 mín þa er staðan orðin 53-31 fyrir Sköllum og eru þeir með öll svör við sóknar og varnarleik Fjölnis.

Fjölnir byrjuðu að pressa á Skalla fullan völl og kom þá smá fát á Skallana.En og aftur kemur buzzer og hann kemur frá Kristjáni. Staðan fyrir 4.leikhluta 62-45. Freeland allt í einu komin með 19 stig-9 frák og Sigvaldi 12 stig

 

4.leikhluti.

Skallar ná muninum upp í 20 stig, 67-47 og 7 mín eftir.

Máni koma síðan inn á og skemmti áhorfendum með SundaHoppi(Alley-OP), skemmtilegum sendingum og kláruðu Skallar leikinn 85-63.

Fyrir Skallagrím vour þeir Eyjólfur endaði leikinn með 18 stig og 12 fráköst. Darrell Flake 10 stig og Kristján Örn 13 stig.

Fyrir Fjölni voru þeir Freeland með 19 stig og 10 fráköst. Sigvaldi endaði með 16 stig.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn Ragnarsson)

 

Umfjöllun / Hafþór Ingi Gunnarsson