Í gærmorgun var Ragnar Ólafsson körfuknattleiksmaður úr Njarðvík á leið sinni til Amsterdam þegar hann varð var við nokkuð þekkt andlit í bransanum. Þar var á ferð engin annar en Shawn Marion fyrrum leikmaður Pheonix Suns, Dallas Mavericks og Miami Heat svo einhver séu nefnd.  Marion hefur lagt skóna á hilluna en þarna var hann í annari keppni.  Kappinn var á leið til Amsterdam með flugi WOW í keppninni víðfrægu Amazing Race sem sýnt er á Stöð 2.  

 

Samkvæmt heimildum þá er með honum í för fyrrum háloftafuglinn, Cedric Ceballos. Þeir keppa ásamt öðrum frægum stjörnum frá Bandaríkjunum í þessari nýjustu seríu af þættinum. 

 

Á myndinni má sjá þá Ragnar og Marion í nokkuð góðum gír um borð.