Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Sacramento Kings

 

Heimavöllur: Golden 1 Center

Þjálfari: David Joerger

 

Helstu komur: De’Aaron Fox, George Hill, Zach Randolph.

Helstu brottfarir: Darren Collison, Tyreke Evans Ben McLemore.

 

 

Sacramento Kings hafa um árabil verið einn almesti sirkus deildarinnar. Allt frá stórfurðulegum eiganda í Vivek Ranadivé til hundfúllar stórstjörnu í DeMarcus Cousins þá hefur þetta lið verið glatað í áratug. Nú er Cousins farinn á braut og með leikmönnum eins og George Hill þá vonast men þar á bæ til þess að kúltúrinn í kringum liðið lagist.

 

Styrkleikar liðsins eru fáir. George Hill, Vince Carter og Zach Randolph koma með ákveðna reynslu í liðið en restin af liðinu er algerlega reynslulaus. ÞJálfarinn, David Joerger er flottur og gerði góða hluti með Memphis. Aðrir eru styrkleikarnir ekki.

 

Veikleikarnir eru þeir að þá skortir tilfinnanlega skyttur. Breiddin er ekki til þess að hrópa húrra fyrir heldur og liðið verður í vandræðum á báðum endum vallarins. Aðalmálið er samt skortur á hæfileikum, það mun standa liðinu fyrir þrifum. Ég held samt að til lengri tíma litið hafi verið rétt ákvörðun að losa Cousins.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

George Hill
Buddy Hield
Justin Jackson
Zach Randolph
Willie Cauley-Stein
 

 

 

Fylgstu með: De’Aaron Fox, nýliðinn er raketta á vellinum og það verður gaman að fylgjast með honum í vetur.

Gamlinginn: Vince Carter(40) er elsti leikmaður deildarinnar. Hann mun samt splæsa í nokkrar troðslur í vetur.    

 

 

Spáin: 23–59 – 14. sæti

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13.

12.

11.

10.

9.

8.

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.