Þáttaskil

Ungt lið Ármanns byrjaði betur og komist í 0-8 áður en Hamar komst á blað. Þriðji leikhluti var alger viðsnúningur eftir jafna 2 fyrstu leikhlutana. Hamars konur miklu grimmari og keyrðu fram úr þar sem Þórunn stýrði leik Hamars og skoraði og lagði upp körfur eins og enginn væri morgundagurinn. Á sama tíma lék Sigrún Guðný (Ármann) eftir tepásu með 4.villur sem hafði sitt að segja. Hún gerði samt sem áður 22 stig fyrir Ármann og fékk ekki 5. villuna fyrr en um 2 mínútur voru eftir.

 

Tölfræðin lýgur ekki

En það var bara ekki tölfræði þar sem sambandið var stopult og leikurinn byrjaði ekki á réttum tíma vegna sambandsleysis við FIBA livestat.

Eftir 1.leikhluta var staðan 20-21 fyrir Ármann og 36-35 í hálfleik fyrir heimakonur. Eftir 3.leikhluta var svo staðan 59-48 og úrslitin 79-61 fyrir heimakonur.

Þórunn var stigahæst með 14 stig fyrir Hamar (og einhvern fjölda stoðsendinga) meðan Sigrún Guðný setti mest 22 fyrir Ármann eða 22 stig.

 

 

Kjarninn

Ármanns stúlkur voru liprari í byrjun og fengu að finna fyrir því að geta aðeins rúllað á 8 leikmönnum meðan Hamar skipti meira og álagið dreyfist meira. Synd að tölfræðin fraus því úrvalsdeildarreynslan hjá Sóley, Álfhildi og Þórunni skilaði miklu fleiri fráköstum fyrir Hamar en aftur á móti voru Ármanns stelpur að hitta mun betur framanaf og sérstaklega úr sniðskotum sínum.

 

Góður dagur hjá systrunum Álfhildi og Gígju Marín sem og Þórunni fyrir Hamar. Hjá Ármanni var Sigrún Guðný best.

Slæmur dagur í internetsambandi í Frystikistunni.

 

Tölfræði

 

Umfjöllun / Anton Tómasson