Innan skamms hefst stórleikur Stjörnunnar og KR í annari umferð Dominos deild karla. KR vann Njarðvík í fyrstu umferð í hörkuleik á meðan Stjarnan vann þægilegan sigur á Hetti á Egilsstöðum. 

 

Athygli blaðamanna vekur að erlendur leikmaður Stjörnunnar Colin Pryor situr á bekknum í borgaralegum klæðum er liðið hitar upp. Hann er því ekki með Stjörnunni í þessum stóra leik en ástæður þess liggja ekki fyrir að svo stöddu en meiðsli er líkleg ástæða. 

 

Leikir þessara liða hafa iðulega verið mikil skemmtun og háspenna. Stjarnan vann síðustu tvo leiki liðanna á síðasta tímabili.  KRingar hafa endurheimt Kristófer Acox sem leikið hefur í Filippseyjum síðustu vikur. Liðið er þó enn án Jóns Arnórs Stefánssonar sem er meiddur.