Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap gegn Skallagrími

 

Hvað fór úrskeiðis í leiknum?

Þær tóku 20 sóknarfráköst, við reyndar tókum 27 en skotnýtingin hjá okkur var mjög léleg. Leikurinn var dálítið hraður, við vorum að hitta illa, dálítið ragar í seinni hálfleik og sóknarákvarðanir voru svo slakar eftir því. En bara harður leikur og svona er þetta bara. Þetta er eiginlega bara leikur baráttunnar á móti Skallagrím og við verðum að vinna hana ef við eigum að vinna þetta lið. Við gerðum það ekki.

Þið náðuð að takmarka Carmen dálítið vel í fyrri hálfleik, hún skoraði bara 4 stig í honum. Hvað breyttist í seinni hálfleik?

Við bökkuðum svolítið frá henni, hún var bara að skjóta hérna og hrinda frá sér, það er alveg merkilegt hvað hún fær að hrinda mönnum í fráköstum þegar hún tekur þau. Hún tekur 7 sóknarfráköst, fær oft skot og grípur boltann og skotið aftur og klárar. Hún *hrindir* mönnum frá sér þegar hún tekur þessi fráköst og það þarf að fara að skoða þetta eitthvað, það er alveg ástæða fyrir því að tekur svona mörg fráköst.

Næsti leikur ykkar er á móti Val á útivelli, hvernig líst þér á þann leik?

Vel. Mjög vel.

Ætlið þið að breyta einhverju fyrir þann leik?

Nei.