Haukar hafa ákveðið að skipta um erlendan leikmann samkvæmt færslu sinni á Facebook frá því fyrr í dag. Roger Woods, sem spilaði aðeins einn deildarleik með þeim hefur verið látinn fara, en í staðinn kemur Paul Jones.

 

Jones er 194 cm þristur sem þó er sagður getað leyst nokkrar stöður á vellinum. Áður hefur hann spilað í Kýpur, Ísrael, Grikklandi og Mexikó. Í Grikklandi spilaði hann með liði Trikala, en þar var hann liðsfélagi íslenska landsliðsleikstjórnandans Harðar Axels Vilhjálmssonar.

 

Gert er ráð fyrir að Jones verði kominn til landsins á þriðjudagsmorgun og að hann muni leika sinn fyrsta leik fyrir Hafnafjarðarfélagið þann 12. næstkomandi gegn Grindavík í Mustad Höllinni.

 

Það helsta frá Jones í Grikklandi:

 

 

Fréttatilkynning Hauka: