Þremur leikjum er nú lokið í Dominos deild kvenna en leikið var í sjöttu umferð. Í Hafnarfirði mættust liðin sem var spáð efstu tveimur sætunum í hörkuleik. Keflavík leiddi meirihluta leiksins og voru með 10 stiga forystu þegar fimm mínútur voru eftir. Þá sneru Haukar leiknum sér í hag og unnu góðan sigur í lokin.

 

Svipað var uppá teningnum í Stykkishólmi þar sem heimakonur í Snæfell voru með undirtökin framan af en frábær endasprettur gestanna í Val knúði fram sigur. Í Njarðvík voru það Blikar sem höfðu öruggan sigur. 

 

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Karfan.is í dag en öll úrslit dagsins má finna hér að neðan:

 

Úrslit dagsins: 

 

Dominos deild kvenna: 

 

Haukar 81-78 Keflavík

Snæfell 71-78 Valur 

Njarðvík 67-82 Breiðablik 

 

1. deild kvenna: 

 

Grindavík – Þór Ak