Dominos deild karla rúllar af stað í kvöld með fjórum leikjum. Báðir nýliðar deildarinnar eiga leik í kvöld þar sem að Valur heimsækir Keflavík og Stjarnan Hött á Egilsstaði. Þá ferðast Breiðhyltingar norður á Sauðárkrók þar sem Tindastóll tekur á móti ÍR. Meistarar KR taka svo á móti Njarðvík í DHL Höllinni.

 

1. deild karla fer einnig af stað í kvöld með einum leik þar sem FSu tekur á móti Skallagrím.

 

Þá er einn leikur í bikarkeppninni þar sem Ármann og KV mætast, en sigurvegari þess leiks mun svo mæta Keflavík í 32. liða úrslitum.

 

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Keflavík Valur – kl. 19:15

Tindastóll ÍR – kl. 19:15 í beinni útsendingu Tindastóll Tv

Höttur Stjarnan – kl. 19:15 

KR Njarðvík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport 

 

1. deild karla:

FSu Skallagrímur – kl. 19:15

 

Bikarkeppnin:

Ármann KV – kl. 19:40