Önnur umferð Dominos deildar karla hófst í kvöld með fjórum leikjum. Í Þorlákshöfn voru Njarðvíkingar í heimsókn en mikil tenging er á milli liðanna þar sem einhverjir leikmenn hafa spilað með báðum félögum. 

 

Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrri hálfleik og virtist ekki hægt að slíta liðin í sundur. Munurinn var mestur 7 stig rétt fyrir hálfleik en Njarðvík var heldur meira með forystuna. Staðan í hálfleik var 43-39 fyrir Njarðvík. 

 

Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik en Njarðvík hafði alltan yfirhöndina. Jesse Pellot-Rosa sem hefur farið frábærlega af stað fyrir Þórsara fann ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik en komst betur á skrið í þeim seinni. 

 

Eftir nokkuð æsilegar lokamínútur þar sem Maciej Baginski setti galopið þriggja stiga skot sem fór langt með leikinn í lokin. Njarðvík náði að lokum í góðan útisigur gegn Þór Þ 74-78. 

 

Terrell Vinson var algjörlega frábær fyrir Njarðvík í kvöld en hann var með 30 stig og hitti 70% utan af velli í leiknum. Þá var Ragnar Nathaenelson með myndalega tvennu 11 stig og 11 fráköst. Hjá Þór var Jesse Pellot-Rosa með 23 stig og þá var Emil Karel Einarsson með 14 stig og 10 fráköst. 

 

Þór Þ er enn án sigurs eftir tvær umferðir en liðið mætir Tindastól í úrvalsdeildarslag í 32. liða úrslitum maltbikarsins á sunnudag. Njarðvík náði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu en þeir mæta Leikni R í Malbikarnum á laugardaginn. 

 

Nánari tölfræði úr leiknum

 

Þór Þ.-Njar?vík 74-78 (19-23, 20-20, 15-12, 20-23)

Þór Þ.: Jesse Pellot-Rosa 23/8 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 15/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 14/10 fráköst, Halldór Gar?ar Hermannsson 11/5 fráköst/5 sto?sendingar, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Adam Ei?ur Ásgeirsson 2, Magnús Breki Þór?ason 2, Óli Ragnar Alexandersson 2, Ólafur Helgi Jónsson 0/5 fráköst, Daví? Arnar Ágústsson 0, Helgi Jónsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0.

 
Njar?vík: Terrell Vinson 30/4 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 13/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 11/11 fráköst, Ragnar Helgi Fri?riksson 10/6 fráköst, Logi Gunnarsson 6/8 sto?sendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Snjólfur Marel Stefánsson 3, Elvar Ingi Róbertsson 0, Brynjar Þór Gu?nason 0, Gabríel Sindri Möller 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0.