Njarðvík hefur ákveðið að segja upp samning sínum við Eriku Willams sem leikið hefur með meistaraflokk liðsins í Dominos deild kvenna fyrstu tvær umferðirnar. Erika þótti ekki standa undir væntingum sem til hennar voru gerðar en þetta kemur fram á heimasíðu Njarðvíkur

 

Erika var einungis með 2 stig í tapinu gegn Skallagrím í fyrstu umferð en var með 9 stig í stóra tapinu gegn Haukum í gær. Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari liðsins gaf það í skyn í viðtali við Karfan.is í gær að liðið myndi skoða það að gera breytingar en nú hefur verið ákveðið að losa Williams undan samning. 

 

Samkvæmt heimasíðu Njarðvíkur hefur eftirmaður Eriku ekki fundist og því líkur á að Njarðvík leiki án erlends leikmanns í næsta leik sem verður gegn Stjörnunni í Njarðvík næstkomandi fimmtudag. Leitin af nýjum erlendum leikmanni er í fullum gangi í Njarðvík. 

 

Mynd / Axel Finnur Gylfason – Erika í sínum síðasta leik fyrir Njarðvík.