Í kvöld lauk 32. liða úrslitum Maltbikars karla með einum leik. Leikurinn var á milli Njarðvíkur b og 1. deildar karla liði Skallagríms sem hafði ekki tapað leik í deildinni. Fyrir fram hefðu því flestir búist við sigri Skallagríms en B-lið Njarðvík sem var skipað ótrúlegum kanónum æfir ekki saman eins mikið og önnur meistaraflokks lið. 

 

Skallagrímur leiddi framan af leik en Njarðvíkingarnir voru aldrei langt undan. Njarðvík komst frammúr þegar leið á leik og komst í góða stöðu í lokin. Borgnesingar náðu ekki að koma til baka og fór svo að Njarðvík B vann ansi óvæntan sigur á 1. deildar liði Skallagríms. 

 

Magnús Þór Gunnarsson sem lék með Skallagrím á síðasta tímabili gerði sínum fyrrum félögum ansi erfitt fyrir í dag en hann var með 26 stig og hitti sex af tólf þriggja stiga skotum sínum. Aðrir leikmenn á borð við Pál Axel, Pál Kristins, Gunnar Einarss og Arnar Freyr léku með grænklædda liðinu frá Njarðvík og því um algjört stjörnulið að ræða. Fyrir einhverjum árum hefði það sett heilu sveitarfélögin á hliðina að sjá þessa suðurnesja leikmenn spila alla í treyju Njarðvíkur. En ljóst er að það er nóg eftir á tanknum hjá þessum leikmönnum sem eru komnir af sínu léttasta skeiði. 

 

 

Það var stutt gaman hjá Skallagrím í bikarkeppninni þetta árið en Zac Carter var stigahæstur en Eyjólfur Ásberg daðraði við þrennuna og endaði með 24 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. 

 

Dregið var í 16 liða úrslitum Maltbikarsins síðasta þriðjudag og drógst Njarðvík b gegn úrvalsdeildarliði Hauka. Hvort Njarðvík b geti strítt liði Hauka mun koma í ljós en það er ljóst eftir kvöldið í kvöld að enginn skildi vanmeta hið ótrúlega lið Njarðvíkur b. 

 

Úrslit kvöldsins: 

 

Maltbikar karla: 

 

Njar?vík b-Skallagrímur 100-95 (21-24, 23-19, 21-16, 35-36)

Njar?vík b: Magnús Þór Gunnarsson 26/5 sto?sendingar, Pall Kristinsson 24/10 fráköst, Gunnar Einarsson 12/4 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 10, Sævar Gar?arsson 9, Páll Axel Vilbergsson 8/10 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Styrmir Gauti Fjeldsted 2, Grétar Már Gar?arsson 0, Arnar Þór Smárason 0. 

Skallagrímur: Zaccery Alen Carter 32, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 24/11 fráköst/8 sto?sendingar, Daví? Gu?mundsson 12, Bjarni Gu?mann Jónson 9/8 fráköst, Darrel Flake 9/4 fráköst, Kristófer Gíslason 5, Kristján Örn Ómarsson 4/7 fráköst, Þorgeir Þorsteinsson 0, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Ragnar Sigurjónsson 0, Sumarli?i Páll Sigurbergsson 0, Axel Kárason 0, Arnar Smári Bjarnason 0. 

 

 

Mynd:  Ómar Örn Ragnarsson – Magnús Þór Gunnarsson í búning Skallagríms en hann fór ansi illa með þá fyrrum liðsfélaga sína í dag.