Þrír leikir eru í dag í annarri umferð Dominos deildar kvenna. Meistarar Keflavíkur taka á móti Val í TM Höllinni, Njarðvík heimsækir Hauka í Schenker Höllina og Stjarnan tekur á móti nýliðum Breiðabliks í sjónvarpsleik dagsins í Ásgarði.

 

Þá eru einnig tveir leikir í 1. deild kvenna þar sem að Grindavík og Fjölnir mætast annars vegar og KR og Hamar hinsvegar.

 

Lifandi tölfræði verður að finna á vef KKÍ.

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Keflavík Valur – kl. 16:30

Stjarnan Breiðablik – kl. 16:30 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Haukar Njarðvík – kl. 17:15

 

1. deild kvenna:

Grindavík Fjölnir – kl. 17:15

KR Hamar – kl. 18:30