Önnur umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Tveir þeirra eru í beinni útsendingu. Nýliðar Vals taka á móti Tindastól, sem er í beinni á Tindastóll Tv og þá mæta Njarðvíkingar Þór í Þorlákshöfn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Heita vatnið er svo víst komið á í Ljónagryfjunni, en þar munu heimastúlkur taka á móti Stjörnunni í síðasta leik 3. umferðar Dominos deildar kvenna.

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Valur Tindastóll – kl.18:00 í beinni útsendingu Tindastóll Tv
 

ÍR Höttur – kl. 19:15
 

Grindavík Haukar – kl. 19:15
 

Þór Njarðvík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport
 

 

Dominos deild kvenna:

Njarðvík Stjarnan – kl. 19:15
 

 

1. deild karla:

FSu Breiðablik – kl. 19:15