Skallagrímur vann góðan útisigur á FSu í 1.deild karla í kvöld. Skallagrímur byrjaði mun betur en FSu kom sterkt til leiks í seinni hálfleik svo lokamínúturnar voru æsispennandi.

 

Lítið bar á milli liðanna í lokin en Skallagrímur nýtti sóknir sínar betur og gaf lítil færi á sér varnarlega. Nokkur æsingur var í mönnum enda mikilvægur leikur.

 

Lokamínúturnar má sjá á myndbandi hér að neðan þar sem meðal annars má sjá umdeilda sóknarvillu sem FSu fékk dæmda á sig og Eyjólfur Ásberg fara fyrir sínum mönnum í Skallagrím. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn

 

Myndband / Gestur Einarsson

Myndir / Björgvin Rúnar Valentínusson