Meistari meistaranna fór fram í gærkvöldi þar sem liðin sem mættust í bikarúrslitaleikjum síðasta árs mættust aftur í þessari skemmtilegu keppni. 

 

Þór Þ sigraði KR hjá körlunum þar sem nokkur spenna var en Þór Þ hefur þar með unnið þennan bikar tvö ár í röð. Keflavík fór svo ansi illa með Skallagrím í meistarakeppni kvenna þar sem Keflavík leiddi allan leikinn. 

 

Dominos deildirnar hefjast á miðvikudag og fimmtudag og því mikil eftirvænting í liðum og áhugamönnum um körfubolta. Ljósmyndari Karfan.is var að sjálfsögðu í TM höllinni í Keflavík þar sem Meistarakeppnin fór fram í gær. Myndasöfn úr leiknum má finna hér að neðan:

 

Myndasafn frá KR – Þór Þ 

 

Myndasafn frá Keflavík – Skallagrímur