Karfan.is náði stuttu spjalli af Matthíasi Orra Sigurðarsyni eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld. Hann byrjaði á að útskýra hvað hafi valdið því að leikurinn féll næstum Njarðvík í skaut. 

 

“Við leyfðum þeim að ýta okkur út úr sóknarskipulaginu okkar og á sama tíma fóru þeir að hitta. Þeir eru flott lið með frábæra leikmenn þannig að við vissum að Logi, Maciek og kaninn myndu koma með run fyrir þá. Við þurftum bara að standast það og það var það sem og við gerðum. Mér fannst þeir samt ná að brúa bilið á of stuttum tíma og við komum okkur í slæma stöðu með Daða og kanann okkar útaf með 5 villur. En hrikalega glaður með liðið að standast pressuna og klára leikinn, við áttum skilið að vinna þennan.”

 

Matthías hefur spilað ákaflega vel það sem af er vetri. Finnst honum hann vera að spila sinn allra besta bolta þessa dagana?

 

“Mér fannst ég vera spila betur eftir áramót en þetta er að koma hægt og rólega. Er að finna groovið og svo lengi sem ég helst heill mun ég reyna halda áfram að bæta mig. Liðið er svo ennþá að slípa sig saman en í dag erum við full hráir sóknarlega fyrir mig smekk. Við munum laga það.”

 

ÍR var spáð slökum árangri fyrir þessa leiktíð. Er þessi hópur líklegur til afreka? Munu ÍR-ingar gefa spámönnunum langt nef í vor?

 

“Jájá, við erum með okkar markmið í deildinni en gerum okkur grein fyrir því að það eru mikið af jöfnum liðum í ár. Við erum litið að spa i “spámönnum” eins og Hemma Hauks stórvini mínum. Hann hefur aldrei verið góður í að spá lengra en hvað hann ætlar að borða í kvöldmat.”?

 

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson