Úrvalsdeildarlið Breiðbliks hefur samið við Marín Laufey Davíðsdóttur um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi tímabili. 

 

Marín kemur frá Hamri en þangað fór hún í sumar en lék síðast með Keflavík tímabili 2015-2016 og var þá með 7,8 stig og 5,2 fráköst að meðaltali í leik. Hún ákvað að taka sér pásu frá körfuboltanum í ár og lék ekkert síðasta tímabil. 

 

Samkvæmt heimildum Karfan.is nokkur úrvalsdeildarlið á eftir Marín í sumar og mun hún hafa æft með Stjörnunni meðal annars. Hún tók þó ákvörðun um að semja við uppeldisfélagið Hamar þar hún lék tvo leiki og var með 28 stig og 11 fráköst í þeim leikjum að meðaltali. 

 

Marín Laufey hefur leikið 6 A-landsleiki fyrir Ísland auk fjölda yngri landsleikja. Hún hefur leikið með Hamri og Keflavík í Dominos deildinni en samdi við Breiðablik í byrjun vikunnar og lék með liðinu í Borgarnesi gegn Skallagrím. 

 

Breiðablik hefur unnið einn leik í Dominos deild kvenna hingað til en liðið er nýliðar í deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á heimavelli næstkomandi miðvikudag.