María Björnsdóttir, leikmaður Snæfells, mun ekki leika með liðinu gegn Val í 6. umferð Dominos deild kvenna á morgun. María fékk tvö slæm höfuðhögg í leik liðsins gegn Stjörnunni í síðustu umferð og hefur ekki æft með liðinu í vikunni. Samkvæmt félaginu hefur hún einnig misst úr vinnu og mun hafa verið ráðlagt að hvíla um óákveðinn tíma.

 

María hafði farið vel af stað með Snæfelli þetta tímabilið. Skilað 6 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.