Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker er á leið til landsins til þess að leika með KR í Maltbikarkeppni karla. Walker lék síðast með KR árið 2011 þegar að liðið varð Íslandsmeistari og skoraði það tímabil 26 stig, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 2 boltum.

 

Líklegt verður að þykja að aðeins um einn leik verði að ræða, en þó nokkur ár séu liðin frá því hann spilaði á Íslandi síðast, er leikmaðurinn þó í dag aðeins rétt skriðinn yfir þrítugt. KRb, eða Bumban, tekur á móti Breiðabliki kl. 20:00 komandi föstudag í DHL Höllinni í 16 liða úrslitum Maltbikarkeppninnar.