Þjálfarinn Manuel A. Rodriquez hefur samið við Alba Ilulia í úrvalsdeildinni í Rúmeníu um að þjálfa liðið á komandi leiktíð. Spánverjinn sem samdi við FSu í júlí þar sem hann átti að vera aðstoðarþjálfari liðsins auk þess að þjálfa yngri flokka. Í samning hans við liðið var þó klásúla sem gerði honum kleift að taka tilboðum ef honum yrði boðin staða aðalþjálfara. 

 

Manuel hefur þar með verið aðalþjálfari í efstu deild í þremur löndum, það er Íslandi, Svíþjóð og nú Rúmeínu auk þess sem hann var aðstoðarþjáflari í efstu deilda á Spáni. 

 

„Ég er mjög þakklátur fyrir að Alba Ilulia hafði trú á mér í þetta verkefni og er mjög spenntur fyrir að byrja þessa nýju áskorun. Sannleikurinn er sá að ég var ekki að bíða eftir neinu tilboði heldur var mjög einbeittur á verkefni mín hjá FSu. En Alba Ilulia var ákveðið í að skipta um þjálfara áður en tímabilið myndi hefjast, af ástæðum sem ég þekki ekki.“ sagði Manuel í samtali við Karfan.is og bætti við:

 

„Það var ekki hægt að segja nei við þessi tilboði. Þetta gerðist hratt og einungis 48 klukkustundum eftir að ég samþykkti boðið var ég kominn hingað út til Rúmeníu að vinna með liðinu. Mig langar að þakka FSu kærlega fyrir að gera mér það kleift að taka þessu boði og fá að þjálfa þetta lið. Ég óska þeim góðs gengis á þessu tímabili og vona að FSu og Eloy muni spila í Dominos deildinni á næsta tímabili.“