Lykilleikmaður 3. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur, Terrell Vinson. Í glæsilegum baráttusigri sinna manna gegn Stjörnunni skoraði Vinson 38 stig, tók 8 fráköst og stal 2 boltum. Sóknarlega var leikmðurinn einstaklega skilvirkur þar sem að 17 af 22 skotum (77%) hans af vellinum rötuðu rétta leið.

 

Aðrir tilnefndir voru Finnur Atli Magnússon úr Haukum, Urald King úr Val og Jalen Jenkins úr KR.