Lykilleikmaður fjórðu umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree. Í sigri á Haukum skoraði Reggie 29 stig, tók 6 fráköst og stal 2 boltum. Þá var Reggie liðinu ómetanlegur á varnarhelmingi vallarins og skilaði því sem þurfti sóknarlega í annars jöfnum leik fyrir sína menn.
Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs Akureyri, Marques Oliver, leikmaður Tindastóls, Antonio Hester og leikmaður Þórs úr Þorlákshöfn, Halldór Garðar Hermannsson.
Lykilleikmaður 4. umferðar Dominos deildar karla? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) October 27, 2017