Lykilleikmaður fjórðu umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree. Í sigri á Haukum skoraði Reggie 29 stig, tók 6 fráköst og stal 2 boltum. Þá var Reggie liðinu ómetanlegur á varnarhelmingi vallarins og skilaði því sem þurfti sóknarlega í annars jöfnum leik fyrir sína menn.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs Akureyri, Marques Oliver, leikmaður Tindastóls, Antonio Hester og leikmaður Þórs úr Þorlákshöfn, Halldór Garðar Hermannsson.