Lykilleikmaður 3. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður nýliða Breiðabliks, Ivory Crawford. Í sterkum sigri nýliðanna á Íslands og bikarmeisturum Keflavíkur skoraði Crawford 34 stig, tók 15 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 34 mínútum spiluðum.
Aðrar tilnefndar voru Elín Sóley Hrafnkelsdóttir úr Val, Danielle Rodriguez úr Stjörnunni og Helena Sverrisdóttir úr Haukum.
Lykilleikmaður 3. umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) October 12, 2017