Lykilleikmaður 2. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Stjörnunnar, Hlynur Bæringsson. Í sterkum sigri sinna manna á meisturum KR skoraði Hlynur 13 stig, tók 21 frákast, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot.

 

Aðrir tilnefndir voru Marques Oliver úr Þór Akureyri, Antonio Hester úr Tindastól og Terrell Vinson úr Njarðvík.