Lykilleikmaður fjórðu umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Skallagríms, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir. Í góðum sigri sinna kvenna á Breiðablik skoraði Heiðrún 14 stig, tók 4 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum. Einstaklega skilvirkur leikur hjá henni þar sem hún var með 75% skotnýtingu og tapaði aðeins einum bolta á þeim 36 mínútum sem hún spilaði.
Aðrar tilnefndar voru Danielle Rodriguez úr Stjörnunni, Berglind Gunnarsdóttir úr Snæfelli og Helena Sverrisdóttir úr Haukum.
Lykilleikmaður 4. umferðar Dominos deildar kvenna?
— Karfan.is (@Karfan_is) October 18, 2017