Lykilleikmaður 6. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Skallagríms, Carmen Tyson Thomas. Í góðum sigri Skallagríms á Stjörnunni skoraði Carmen 23 stig, tók 20 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 2 skot.

 

Aðrar tilnefndar voru Kristen McCarthy úr Snæfelli, Ivory Crawford úr Breiðablik og Cherise Daniel úr Haukum.