Lykilleikmaður fyrstu umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Í góðum sigri á Snæfell skoraði Dinkins 26 stig, tók 7 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum á 33 mínútum spiluðum í sínum fyrsta leik í deildinni.

 

Aðrar tilnefndar voru Rósa Björk Pétursdóttir úr Haukum, Carmen Tyson-Thomas úr Skallagrím og Lexi Peterson úr Val