Lykilleikmaður 5. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Breiðabliks, Auður Íris Ólafsdóttir. Í sterkum sigri hennar kvenna á toppliði Hauka skoraði Auður 17 stig, tók 6 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta. Þá var lið hennar +28 í þær rúmu 28 mínútur sem hún spilaði í leiknum.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur Brittany Dinkins, leikmaður Vals Lexi Petersen og Dani Rodriguez úr Stjörnunni.
Lykilleikmaður 5. umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan.is (@Karfan_is) October 26, 2017