Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Los Angeles Clippers

 

Heimavöllur: Staples Center

Þjálfari: Doc Rivers

 

Helstu komur: Patrick Beverley, Lou Williams, Milos Teodosic, Danilo Gallinari.

Helstu brottfarir: Chris Paul, JJ Redick, Luc Mbah A Moute, Jamal Crawford.

 

 

Chris Paul tímabilið er búið hjá Los Angeles Clippers, hann fór til Houston. Langbestu 6 árin í sögu félagsins þó að niðurstöðurnar hafi ekki orðið eins góðar og menn höfðu þorað að vona. Nú er komið að Blake Griffin að vera aðalmaðurinn og hann ætlar sennilega að taka það með trompi.

 

Styrkleikar liðsins eru fín breidd sem varð enn betri eftir komu allra þessara leikmanna. Framherjar liðsins, Danilo Gallinari og Blake Griffin eru virkilega góðir sóknarlega og DeAndre Jordan mannar teiginn í vörninni. Fyrir Utan er Patrick Beverley jafn frábær varnarlega og Milos Teodosic er sóknarlega. Flestir lykilmanna liðsins hafa spilað hjá liðinu í nokkur ár og það hjálpar alltaf.

 

Veikleikar liðsins eru heilsa. Teoodosic, Griffin, Gallinari og Beverley eru allt leikmenn sem hafa verið duglegir við að meiðast í gegnum tíðina. Varnarleikurinn er spurningamerki og það er eitthvað farið að súrna milli Doc Rivers og hans yfirmanna. Ég á líka erfitt með að sjá að þeir geti haldið sama standard á sókninni sinni eftir brottför Paul. Engin úrslitakeppni í LA í ár.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Milos Teodosic
Patrick Beverley
Danilo Gallinari
Blake Griffin
DeAndre Jordan

 

 

Fylgstu með: Blake Griffin. Síðast þegar að Blake fékk að leika lausum hala þá var hann númer 3 í MVP kosningunni. Spennandi ár framundan hjá honum.

Gamlinginn: Enginn eldri en 30 ára.

 

 

Spáin: 44–38 – 9. sæti

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8.

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.