Dominos deild kvenna hefst í kvöld með heilli umferð. Áhugverðastur leikja er líklega viðureign liðanna sem að mættust í lokaúrslitum síðasta tímabils, Snæfells og Keflavíkur. Í þeirri seríu höfðu Keflavíkurstúlkur sigur og unnu þar með bæði bikar og Íslandsmót á síðustu leiktíð. Snæfell sigraði þó deildina og er því enn handhafi þessa eina bikars sem Keflavík hefur ekki í skáp sínum þessa dagana.

 

Lifandi tölfræði verður að finna hér

 

Leikir kvöldsisns

 

Dominos deild kvenna:

Haukar Stjarnan – kl. 19:15

Njrðvík Skallagrímur – kl. 19:15

Snæfell Keflavík – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Valur Breiðablik – kl. 19:15