Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í kvöld en þá mætast nýliðar ÍR og KR kl. 20:00 í Hertz-Hellinum í Breiðholti. KR hefur unnið þrjá fyrstu deildarleiki sína þetta tímabilið en ÍR hefur tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum í 1. deild og freista þess að finna sín fyrstu stig í kvöld.

Þá er einn leikur í drengjaflokki þegar Ármann tekur á móti ÍR í íþróttahúsi Kennaraháskólans kl. 19:40.

Mynd/ Ramos og KR-ingar mæta í Breiðholtið í kvöld.