Fjórir leiir áttu að fara fram í Dominos deild kvenna annað kvöld en KKÍ gaf út um miðjan dag í dag að leik Njarðvíkur og Stjörnunnar sem átti að fara farm í Ljónagryfjunni yrði frestað. 

 

Ástæðan er sú að hitavatnslaust verður í Reykjanesbæ og á fleiri stöðum á Reykjanesi. Leikurinn fer því fram á fimmtudaginn 12. október kl 19:15. 

 

Samkvæmt tilkynningu KKÍ þóttu leikaðstæður í Ljónagryfunni ekki viðundandi og var leik fyrir vikið frestað. Stjarnan vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Breiðablik en Njarðvík leitar enn af sínum fyrsta sigri. Auk þess eru líkur á að Njarðvík verði án erlends leikmanns í þeim leiks en liðið hefur ekki enn kynnt nýjan leikmann.